Tengiliður#tengilidur
Tengiliður farsældar er starfsmaður úr nær- eða grunnþjónustu barn og fjölskyldu þess og styður við samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns. Hann veitir fjölskyldunni upplýsingar um þjónustu, tryggir aðgang að frummati, styður við samþættingu þjónustu allra þjónustuveitenda og fylgir málum eftir á 2. og 3. stig ef þörf er á.
- Frá meðgöngu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar.
- Í leik- grunn og framhaldsskóla eru tengiliðir skólans þar sem barn er við nám
- Ef barn fellur ekki undir ofangreinda þjónustu er hægt að leita til tengiliðar félagsþjónustu Múlaþings.
Heilsugæslan á Vopnafirði#heilsugaeslan-a-vopnafirdi
Leikskólinn Brekkubær#leikskolinn-brekkubaer
Vopnafjarðarskóli#vopnafjardarskoli
Laugaskóli#laugaskoli
Verkmenntaskólinn á Akureyri#verkmenntaskolinn-a-akureyri
Menntaskólinn á Akureyri#menntaskolinn-a-akureyri
Málstjóri#malstjori
Ef sótt hefur verið um fyrir barn í samþættingu þjónustu og ástæða er til 2. eða 3. stigs þjónustu, er málstjóri frá félagsþjónustunni tilnefndur. Félagsþjónusta Múlaþings annast félagsþjónustu á Vopnafirði í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp.
Málstjóri farsældar er starfsmaður sem starfar við félagsþjónustu Múlaþings. Málstjóri styður við fjölskyldur og stýrir stuðningsteymi í 2. og 3. stigs þjónustu í þágu farsældar barna.
Hlutverk málstjóra farsældar er að:
- Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
- Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
- Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi.
- Fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
- Veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu barns.
Sjá nánar um stigaskiptingu þjónustu hér.
Stuðningsteymi#studningsteymi
Stuðningsteymi er vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita tilteknu barni almenna þjónustu eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir stuðningsáætlun og fylgir henni eftir.
Stuðningsáætlun#studningsaaetlun
Einstaklingsbundin áætlun um samþætta þjónustu í þágu farsældar barns sem unnið er eftir.