Hvernig sækir maður um samþættingu þjónustu?#hvernig-saekir-madur-um-samthaettingu-thjonustu
Sem foreldri, forráðamaður, þjónustuveitandi eða starfsmaður skóla getur þú sótt um samþættingu. Einnig getur barnið sjálft sótt um.
Bæði er hægt að hafa samband við viðeigandi tengilið eða fyllt út eyðublað fyrir samþættingu þjónustu sem finna má hér á síðunni.
Hvenær þarf samþættingu þjónustu?#hvenaer-tharf-samthaettingu-thjonustu
Öll börn og fjölskyldur geta nýtt sér samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þegar þörf er á að samþætta þjónustu frá ólíkum þjónustuveitendum.
Meta þarf í hverju tilfelli fyrir sig hvort þörf sé á samþættingu.
Lög um samþættingu þjónustu koma ekki í staðinn fyrir þjónustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða aðgengi barna og foreldra, tryggja heildarsýn lykilaðila og til þess að þeir sem veita þjónustu vinni saman að hagsmunum barnsins. Tekið er ákvörðun um samþættingu þegar ávinningur er að því að mynda stuðningsteymi þvert á aðila.
Hvað gerir tengiliður farsældar eftir að beiðni um samþættingu hefur borist?#hvad-gerir-tengilidur-farsaeldar-eftir-ad-beidni-um-samthaettingu-hefur-borist
Tengiliður farsældar býður foreldrum í samtal til að meta hvort þörf sé á samþættingu þjónustu. Þegar beiðni um samþættingu þjónustu liggur fyrir getur tengiliður hafist handa við að samþætta þjónustu í þágu farsældar barns.
Hlutverk tengiliðar er meðal annars að meta þjónustuþörf, skipuleggja og fylgja eftir þjónustu á fyrsta stigi. Þá kemur tengiliður upplýsingum til félagsþjónustu Múlaþings ef þörf þykir á tilnefningu málstjóra. Einnig getur hann tekið þátt í vinnu stuðningsteymis eftir því sem við á.
Hvað ef barnið mitt þarf einstaklingsmiðaðann stuðning en ég vil ekki þiggja samþættingu?#hvad-ef-barnid-mitt-tharf-einstaklingsmidadann-studning-en-eg-vil-ekki-thiggja-samthaettingu
Samþætting þjónustu er í boði fyrir börn og fjölskyldur þeirra en ef foreldrar vilja ekki þiggja samþætta þjónustu, þá geta þeir sótt þjónustuna sjálfir en þá er hún ekki samþætt.
Lögin koma ekki í staðinn fyrir þjónustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða aðgengi barna og foreldra, tryggja heildarsýn lykilaðila og til þess að þeir sem veita þjónustu vinni saman að hagsmunum barnsins.
Skýringar og hugtök#skyringar-og-hugtok
Á vef farsældar barna er að finna samantekt af merkingu helstu hugtaka sem koma fram í lögum og umræðu um farsæld barna. Nánar hér.