Stiga­skipt þjón­usta farsældar

Samþætt­ingu farsælda barna er skipt upp í þrjú stig. Með samræmdri stig­skipt­ingu fæst yfirsýn yfir þjón­ustu­kerfi
og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skil­virka og samfellda þjón­ustu við hæfi allra barna. 

Mark­miðið er að sem flest börn fái viðeig­andi þjón­ustu á 1. stigi og að þjón­usta þess stigs sé það öflug að færri börn þurfi þá umfangs­miklu þjón­ustu sem á sér stað á 2. og 3. stigi.

Fyrsta stigs þjónusta #fyrsta-stigs-thjonusta

Fyrsta stigs þjón­usta er grunn­þjón­usta sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Fyrsta stig er einstak­lings­bundinn og
snemm­tækur stuðn­ingur með það að mark­miði að styðja við farsæld barns og koma í veg fyrir ýmiss konar erfið­leika síðar meir.

Þá er lögð áhersla á forvarnir, aðgerðir gegn ofbeldi og einelti og aðgerðir sem styðja við jákvæðan skóla­brag.

Á fyrsta stigi er tekist á við vægan vanda og stuðn­ings­­­aðgerðir sem koma í veg fyrir að vandinn aukist og vaxi. Þar má nefna sem dæmi náms­­örðug­leika, hegð­unar­vanda barns, afleið­ingar eineltis og annarra áfalla eða minni­háttar heilsu­fars vandi.

Annars stigs þjónusta#annars-stigs-thjonusta

Á öðru stigi er veittur mark­vissari stuðn­ingur en sá sem veittur er á fyrsta stigi. Til að tryggja farsæld barns eru úrræðin sérhæfðari og þjón­ustan fjöl­breyttari. Þjón­usta á öðru stigi er veitt þegar úrræði á fyrsta stigi duga ekki til eða hafa ekki borið til­ætlaðan árangur. Þörfin fyrir þjón­ustu á öðru stigi getur til dæmis verið tilkomin af heilsu­fars­legum, félags­legum eða náms­legum að­stæðum. Má þar nefna sem dæmi sérdeildir eða starfs­brautir í skólum og ýmsa stuðn­ings­þjón­ustu á vegum félags- og skóla­þjón­ustu.

Þriðja stigs þjónusta #thridja-stigs-thjonusta

Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðn­ingur til að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin.

Barn sem nýtur þjón­ustu á þessu stigi hefur að jafnaði flókinn og fjöl­þættan vanda og mikla umönn­un­ar­þörf. Barnið er þá í aðstæðum þar sem skortur á við­eigandi stuðn­ingi og úrræðum getur haft alvar­legar afleið­ingar og ógnað heilsu þess og þroska. Má þar nefna sem dæmi vist­unar­úr­ræði á grund­valli barna­vernd­ar­laga, umfangs­mik­ilnn og fjöl­þættan stuðning við fötluð börn og langvar­andi sjúkra­hús­dvöl barna.

Upplýs­ing­arnar eru sóttar á vef farsældra barna www.farsa­eld­barna.is