Vetr­ar­veiði á ref

Vopna­fjarð­ar­hreppur auglýsir eftir aðilum til að stunda vetr­ar­veiðar á ref.

Áhuga­samir skili inn umsóknum þar um á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps, Hamra­hlíð 15, Vopna­firði eða á skrif­stofa@vfh.is.

Umsókn­ar­frestur er til og með 15. október 2021.

Í umsókn skal koma fram hvar umsækj­andi ætlar að stað­setja skothús og stunda vetr­ar­veiðar á ref. Ef umsækj­andi ætlar að stunda veið­arnar utan eigin land­ar­eignar skal skrif­legt leyfi land­eig­enda fylgja umsókn­inni. Vopna­fjarð­ar­hreppur hyggst gera skrif­lega samn­inga við þá veiði­menn sem úthlutað verður leyfum til vetr­ar­veiða á ref. Í þeim samn­ingi mun koma fram að kr. 10.000.- verða greiddar fyrir hvert unnið dýr.

Skil­yrði leyf­is­veit­ingar er að umsækj­andi hafi gilt skot­vopna­leyfi og veiði­kort útgefið af Umhverf­is­stofnun. Athygli er vakin á því að einungis þeim er ganga frá skrif­legum samn­ingi við sveit­ar­fé­lagið verður greitt fyrir unnin dýr. 

Veiðar úr ökutækjum eru bann­aðar samkvæmt lögum.

Reglur um refa- og minkaveiðar í Vopnafjarðarhreppi#reglur-um-refa-og-minkaveidar-i-vopnafjardarhreppi