Íþrótta­svæði og umgengni

Af gefnu tilefni vill Vopna­fjarð­ar­hreppur skerpa á nokkrum atriðum varð­andi umgengni við ærslabelginn og á íþrótta­svæði:

  • Ærslabelg­urinn er opinn frá 10 til 22 yfir sumar­tímann
  • Áður en farið er að hoppa á belgnum þarf að fara úr skóm
  • Miklu skiptir að sýna tillit og kurt­eisi á belgnum
  • Á svæðinu eru bekkir og rusla­tunna og eru allir hvattir til þess að ganga vel um þar eins og annars­staðar

 

Njótum sumarsins saman!