Hertar sótt­varn­ar­að­gerðir

Hertar sótt­varna­að­gerðir tóku gildi á miðnætti og munu þær gilda í þrjár vikur að lágmarki. Almennar fjölda­tak­mark­anir miðast við 10 manns og ná til allra sem fæddir eru á árinu 2014 eða fyrr. Hertar aðgerðir munu hafa áhrif á stofn­anir sveit­ar­fé­lagsins sem og viðburði í samfé­laginu.

 • Grunn­skóli og tónlist­ar­skóli eru lokaðir frá og með deginum í dag og þar til páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrir­komulag skóla­halds að loknu páskafríi á næstu dögum.
 • Íþróttahús og Selár­laug eru lokuð.
 • Íþróttir inni og úti jafnt barna sem og full­orð­inna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða hætta er á snert­ismiti vegna sameig­in­legs búnaðar, eru óheim­ilar.
 • Félags­starf eldri borgara fellur niður.
 • Félags­mið­stöðin Drekinn er lokuð.

Sóttvarnaraðgerðir sem eru í gildi til 15. apríl eru:#sottvarnaradgerdir-sem-eru-i-gildi-til-15-april-eru

 • Almennar fjölda­tak­mark­anir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.
 • Trú- og lífs­skoð­un­ar­félög mega taka á móti 30 gestum við athafnir. Þeir skulu skráðir með nafni, kenni­tölu og síma­númeri en þurfa ekki að sitja í númer­uðum sætum. Gestum er skylt að nota andlits­grímur og tryggja skal 2 metra regluna. Hámarks­fjöldi í erfi­drykkjum, ferm­ing­ar­veislum og sambæri­legum viðburðum er 10 manns.
 • Sund- og baðstaðir lokaðir.
 • Heilsu- og líkams­rækt­ar­stöðvar lokaðar.
 • Íþróttir inni og úti, jafnt barna og full­orð­inna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sameig­in­legs búnaðar, eru óheim­ilar.
 • Sviðslistir og sambærileg starf­semi, svo sem bíó, er óheimil.
 • Skemmti­staðir, krár, spila­salir og spila­kassar lokaðir.
 • Ökunám og flugnám með kennara óheimilt.
 • Veit­inga­staðir mega hafa opið til kl. 22, með að hámarki 20 gesti í rými sem allir skulu skráðir og fá afgreiðslu í sæti sem eru númeruð. Vínveit­ingar skal bera til sitj­andi viðskipta­vina. Heimilt er að taka á móti nýjum gestum til kl. 21.00.
 • Versl­anir mega taka á móti 5 einstak­lingum á hverja 10 m2 að hámarki 50 manns. 20 starfs­menn mega vera í sama rými og viðskipta­vinir. Tveggja metra nánd­ar­regla og grímu­skylda.
 • Starf­semi hársnyrti­stofa, snyrti­stofa og sambærileg starf­semi verður áfram heimil.

Nánari upplýsingar frá yfirvöldum#nanari-upplysingar-fra-yfirvoldum

Íbúar eru hvattir til að gæta vel að einstak­lings­bundnum sótt­vörnum og fylgja gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­unum í hvívetna.