Full­trúar ungmenna Vopna­fjarðar á farsæld­ar­þingi í Hörpu

Þing mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­isins um farsæld barna var haldið í fyrsta skiptið mánu­daginn 4. sept­ember í Hörpu. 

Á farsæld­ar­þingi eiga fagfólk, þjón­ustu­veit­endur, stjórn­völd, börn og aðstand­endur víðtækt samtal um farsæld barna. Þingið er mikil­vægur liður í stefnu­mótun og áætlana­gerð þegar kemur að innleið­ingu laga um farsæld barna.

Fjallað var um fimm megin­þætti farsældar; menntun, lífs­gæði og félags­lega st-öðu, heilsu og vellíðan, öryggi og vernd  og  þátt­töku og félagsleg tengsl.

Á þinginu voru um 800 þátt­tak­endur auk 200-300 manns sem voru í beinu streymi gegnum vef Stjórn­ar­ráðsins.

Tvö ungmenni fóru og tóku þátt í þinginu sem full­trúar Vopna­fjarð­ar­hrepps, Arney Rósa Svans­dóttir og Aron Daði Thor­bergsson. Ásamt þeim fór Þórhildur Sigurð­ar­dóttir, verk­efna­stjóri frístunda-, æsku­lýðs- og fjöl­menn­ing­ar­mála.

Meðfylgj­andi myndir eru af þáttak­endum farsæld­ar­þings, full­trúum Vopna­fjarð­ar­hrepps ásamt mennta- og barna­mála­ráð­herra Ásmundi Einari Daða­syni.