Þing mennta- og barnamálaráðuneytisins um farsæld barna var haldið í fyrsta skiptið mánudaginn 4. september í Hörpu.
Á farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna. Þingið er mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna.
Fjallað var um fimm meginþætti farsældar; menntun, lífsgæði og félagslega st-öðu, heilsu og vellíðan, öryggi og vernd og þátttöku og félagsleg tengsl.
Á þinginu voru um 800 þátttakendur auk 200-300 manns sem voru í beinu streymi gegnum vef Stjórnarráðsins.
Tvö ungmenni fóru og tóku þátt í þinginu sem fulltrúar Vopnafjarðarhrepps, Arney Rósa Svansdóttir og Aron Daði Thorbergsson. Ásamt þeim fór Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri frístunda-, æskulýðs- og fjölmenningarmála.
Meðfylgjandi myndir eru af þáttakendum farsældarþings, fulltrúum Vopnafjarðarhrepps ásamt mennta- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni.