Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að hækka frístundastyrk úr 20.000 kr. í 40.000 kr. árið 2024. Þá hefur einnig verið samþykkt að lækka aldur barna sem mega nýta styrkinn, úr 6 ára niður í 3 ára.
Frístundastyrkurinn eykur jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.
Hægt er að nýta frístundastyrk í:
- Skipulagt frístundastarf í Vopnafirði og þátttöku í hverskonar barna- og unglingastarfi á vegum viðurkenndra félagasamtaka.
- Nám í tónlistarskóla sem er samfellt í 10 vikur
- Árskort í þreksal íþróttahúss Vopnafjarðar fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára
Heimilt er að nýta styrkinn í frístundaiðkun félaga og samtaka sem starfa utan Vopnafjarðar ef sambærileg frístundaiðkun er ekki í boði innan sveitarfélagsins.
Skilyrði fyrir greiðslu styrks
- Að styrkþegi eigi lögheimili í sveitarfélaginu og sé á aldrinum 3-18 ára, miðað við fæðingarár.
- Að um skipulagt starf, kennslu eða þjálfun sé að ræða af viðurkenndum aðila sem lagt hefur fram upplýsingar um starfsemi sína til verkefnistjóra frístunda og æskulýðsmála. Sem dæmi um slíkt má nefna: tónlistarnám, íþróttaæfingar, leiklist, söngnám, leikjanámskeið, skólagarðar, sundnámskeið o.m.fl.
Styrkurinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á framlögðum greiðslukvittunum, þó ekki hærri en 40.000 kr.
Útborgun styrkja
Vopnafjarðarhreppur hefur innleitt rafrænan frístundastyrk á Abler. Við greiðslu á námskeiðum býðst möguleiki á að nýta styrkinn í greiðsluferli viðkomandi námskeiðs.