Frístunda­styrkur hækkar í Vopna­fjarð­ar­hreppi

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps hefur samþykkt að hækka frístunda­styrk úr 20.000 kr. í 40.000 kr. árið 2024. Þá hefur einnig verið samþykkt að lækka aldur barna sem mega nýta styrkinn, úr 6 ára niður í 3 ára.

Frístunda­styrk­urinn eykur jöfnuð í samfé­laginu og fjöl­breyti­leika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstund­a­starf­semi.

Hægt er að nýta frístunda­styrk í:

  • Skipu­lagt frístund­astarf í Vopna­firði og þátt­töku í hvers­konar barna- og unglinga­starfi á vegum viður­kenndra félaga­sam­taka.
  • Nám í tónlist­ar­skóla sem er samfellt í 10 vikur
  • Árskort í þreksal íþrótta­húss Vopna­fjarðar fyrir ungmenni á aldr­inum 16-18 ára

Heimilt er að nýta styrkinn í frístunda­iðkun félaga og samtaka sem starfa utan Vopna­fjarðar ef sambærileg frístunda­iðkun er ekki í boði innan sveit­ar­fé­lagsins.

Skil­yrði fyrir greiðslu styrks

  • Að styrk­þegi eigi lögheimili í sveit­ar­fé­laginu og sé á aldr­inum 3-18 ára, miðað við fæðing­arár.
  • Að um skipu­lagt starf, kennslu eða þjálfun sé að ræða af viður­kenndum aðila sem lagt hefur fram upplýs­ingar um starf­semi sína til verk­efn­i­stjóra frístunda og æsku­lýðs­mála. Sem dæmi um slíkt má nefna: tónlist­arnám, íþróttaæf­ingar, leik­list, söngnám, leikj­a­nám­skeið, skóla­garðar, sund­nám­skeið o.m.fl.

Styrk­urinn getur aldrei numið hærri upphæð en þeirri sem kemur fram á fram­lögðum greiðslu­kvitt­unum, þó ekki hærri en 40.000 kr.

 

Útborgun styrkja

Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur innleitt rafrænan frístunda­styrk á Abler. Við greiðslu á námskeiðum býðst mögu­leiki á að nýta styrkinn í greiðslu­ferli viðkom­andi námskeiðs.

 

Frekari upplýsingar#frekari-upplysingar