Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti þann 18. apríl 2024 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Holtahverfið á Vopnafirði í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Deiliskipulagið nær til Holtahverfis, íbúðabyggðarinnar efst í kauptúninu. Ekkert deiliskipulag nær til þessa svæðis í dag. Markmiðið er að ná fram heilstæðu skipulagi og yfirbragði fyrir hverfið sem eina heild. Þá er stefnt að nýtingu auðra svæða undir nýjar íbúðahúsalóðir og nýta betur land og innviði í þéttbýlinu, ásamt því að styrkja hverfið á sama tíma.
Tillagan er aðgengileg á vef sveitarfélagsins og í gegnum Skipulagsgáttina, vef Skipulagsstofnunar, mál nr. 38/2024.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna frá 2. maí til og með 13. júní 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið sigurdur.jonsson@efla.is.
Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Vopnafjarðarhreppi
Sigurður Jónsson
V291R Dsk Holta Greinargerð 240404 | pdf / 1 mb |
V291R DSK Holta Uppdrattur 240404 | pdf / 861 kb |