Áskrift að mánu­dags­pósti

Við gerð nýrrar vefsíðu Vopna­fjarð­ar­hrepps var haft að leið­ar­ljósi hvernig bæta mætti upplýs­inga­gjöf til íbúa og helstu hags­muna­aðila.

Meðal nýjunga sem þegar eru komnar í gagnið er að notendum vefsíð­unnar gefst mögu­leiki á að vakta ákveðna mála­flokka. Það er gert með því að fara á heima­svæði mála­flokksins á vefnum og velja þar Áskrift að efni ofar­lega hægra megin.

Dæmi: Vakta Menntun.

Ef notandi vill fylgjast með fræðslu­málum fer hann þessa leið:

Forsíða –> Þjón­usta –> Menntun og finnur þar Áskrift að efni. Þar skráir viðkom­andi netfang. Þá er sendur póstur á netfangið til stað­fest­ingar. Hver notandi getur verið áskrif­andi að öllum þeim mála­flokkum sem hægt er.

 

Póstur á mánudögum#postur-a-manudogum

Vopna­fjarð­ar­hreppur sendir svo þeim áskrif­endum sem hafa skráð sig póst á mánu­dags­morgnum með öllu því nýjasta sem tengist mála­flokknum í sérsniðnu frétta­bréfi.

Vonandi á þessi nýjung eftir að falla vel í kramið.

Á næstu vikum bætast svo ákveðni máls­númer í mála­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps við virkni frétta­bréfsins en núna er unnið að því að taka upp nýtt skjala­kerfi.