Afgreiðsla skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps

Vegna fjölg­unar smita í landinu hefur skrif­stofa Vopna­fjarð­ar­hrepps sett sér ákveðnar reglur sem gilda um starf­semina frá og með fimmtu­deg­inum 8. október 2020.

Þjón­usta skrif­stof­unnar fer nú öll fram símleiðis eða með tölvu­póst­sam­skiptum. Hægt er að hringja á skrif­stofuna alla virka daga milli kl. 10 og 15.
Einnig er hægt að senda tölvu­póst á skrif­stofa@vopna­fjar­dar­hreppur.is. Starfs­fólk mun leið­beina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.

Sú tíma­bundna ráðstöfun verður tekin upp að þeir sem þurfa af brýnni nauðsyn að hitta einhvern starfs­mann skrif­stof­unnar þurfa að panta tíma með því að senda tölvu­póst á viðkom­andi starfs­mann.
Upplýs­ingar um netföng starfs­manna má finna á heima­síðu sveit­ar­fé­lagsins hér.

Með þessu er leitast við að lágmarka umgang um húsið, bæði af gestum og starfs­fólki. Tilhögun þessi gildir þar til annað hefur verið ákveðið.

Fram­an­greindar ráðstaf­anir eru í þeim tilgangi að draga sem mest úr smit­hættu og til að tryggja sem best að starf­semi og þjón­usta haldist órofin.
Vopna­fjarð­ar­hreppur biðst velvirð­ingar á þeim óþæg­indum sem þessar ráðstaf­anir kunna að fela í sér og hvetur íbúa sveit­ar­fé­lagsins og lands­menn alla til að sýna samstöðu og samfé­lags­lega ábyrgð og lágmarka hættuna á dreif­ingu á smiti.

Allar helstu upplýs­ingar um covid-19 má finna á covid.is