Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps sér um stjórnsýslu fyrir Vopnafjörð, bæinn og sveitirnar í kring sem tilheyra hreppnum.
Á skrifstofunni hafa 6 starfsmenn sveitarfélagsins starfsaðstöðu, en hluti þjónustu er keyptur af einkaaðilum, svo sem starfsemi byggingarfulltrúa að hluta auk sérfræðivinnu ýmiss konar. Félagsþjónusta er í höndum Félagsþjónustu Múlaþings.