Sögu­ganga um Vopna­fjörð

Fyrir nokkrum árum stóðu Ferða­mála­samtök Vopna­fjarðar fyrir því að teknar væru saman heim­ildir um sögu Vopna­fjarðar sem miðla mætti til íbúa og gesta um leið og gengið er um kaup­túnið.

15 skilti hafa verið sett upp, víðs­vegar um þorpið, sem segja lítil­lega frá Vopna­firði. Gefin var út bæklingur sem hluti af verk­efninu og í honum má finna góðar upplýs­ingar. Bæklingur þessi er fáan­legur á flestum þjón­ustu­stöðum á Vopna­firði.

Einnig má fá leið­sögn um leiðina í gegnum snjallsíma með því að hlaða niður Wapp-appinu.