Vopna­skak 2023

Vopna­skak verður haldið dagana 26. júní — 2. júlí. 

Fjöl­breytt og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla aldurs­hópa.
Nýjar uppá­komur í bland við viðburði sem hafa öðlast fastan sess svo allir ættu að finna sér eitt­hvað við sitt hæfi.

Helstu viðburði má sjá hér.

Við hvetjum íbúa Vopna­fjarðar og aðra gesti eindregið til þess að fjöl­menna!

 

 

 

Aðrar upplýsingar#adrar-upplysingar

Forsala miða á gömlu­dansa­ballið, uppist­andið með Sögu Garðars og Hofs­ballið verður þriðju­daginn 27. júní kl. 20—21 og miðviku­daginn 28. júní kl. 14—16 í Mikla­garði. Eins er hægt að kaupa miða á aðra viðburði í miða­söl­unni fyrir Gömlu­dansa­ballið og uppist­andið með Sögu.

Skreyt­ingar – Íbúar eru hvattir til að skreyta og gera fínt hjá sér í tilefni hátíð­ar­hald­anna. Ýmist skraut til sölu í Kaup­túni.

Sölu­básar á Miðbæj­ar­fjörinu – Áhuga­samir hafið samband við Debóru í síma 695 1527 eða í skila­boðum á messenger.