Vopnaskak verður haldið dagana 26. júní — 2. júlí.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa.
Nýjar uppákomur í bland við viðburði sem hafa öðlast fastan sess svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.
Helstu viðburði má sjá hér.
Við hvetjum íbúa Vopnafjarðar og aðra gesti eindregið til þess að fjölmenna!
Aðrar upplýsingar#adrar-upplysingar
Forsala miða á gömludansaballið, uppistandið með Sögu Garðars og Hofsballið verður þriðjudaginn 27. júní kl. 20—21 og miðvikudaginn 28. júní kl. 14—16 í Miklagarði. Eins er hægt að kaupa miða á aðra viðburði í miðasölunni fyrir Gömludansaballið og uppistandið með Sögu.
Skreytingar – Íbúar eru hvattir til að skreyta og gera fínt hjá sér í tilefni hátíðarhaldanna. Ýmist skraut til sölu í Kauptúni.
Sölubásar á Miðbæjarfjörinu – Áhugasamir hafið samband við Debóru í síma 695 1527 eða í skilaboðum á messenger.