Vopna­fjarð­ar­hreppur barn­vænt sveit­ar­félag

Fjórð­ungur sveit­ar­fé­laga á Íslandi tekur þátt í verk­efninu Barnvæn sveit­ar­félög. Fimm ný sveit­ar­félög bættust í hópinn í síðustu viku og þeirra á meðal var Vopna­fjarð­ar­hreppur.

Fjórð­ungur sveit­ar­fé­laga á Íslandi vinna nú mark­visst að því að innleiða Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna í allt sitt starf með stuðn­ingi UNICEF á Íslandi og félags­mála­ráðu­neyt­isins. Þessum áfanga var náð í síðustu viku þegar sveita­stjórar fimm sveit­ar­fé­laga undir­rituðu samstarfs­samning við UNICEF á Íslandi og félags­mála­ráðu­neytið um þátt­töku í verk­efninu Barnvæn sveit­ar­félög. Sveit­ar­fé­lögin fimm eru Fjarða­byggð, Hruna­manna­hreppur, Rangár­þing eystra, Seltjarn­arnes og Vopna­fjarð­ar­hreppur og fyrr á árinu bættist Mosfellsbær einnig í hópinn. Sveit­ar­fé­lögin sem taka þátt í verk­efninu eru því orðin 17 talsins og yfir helm­ingur barna á Íslandi búa í þeim.

„Ég er mjög ánægður með kraftinn sem sveit­ar­félög landsins hafa sett í verk­efnið og nú er um fjórð­ungur sveit­ar­fé­laga á Íslandi að vinna í því að verða Barn­vænt sveit­ar­félag. Það er mikið gleði­efni að sveit­ar­félög landsins setji málefni barna og fjöl­skyldna í svo skýran forgang og ómet­an­legt að finna áhugann á verk­efninu,“ Ásmundur Einar Daðason félags- og barna­mála­ráð­herra.

Þau sveit­ar­félög sem taka þátt í verk­efninu vinna mark­visst að því að gera rétt­indi barna að veru­leika með stuðn­ingi frá UNICEF á Íslandi og félags­mála­ráðu­neytinu.

Börn vilja að þeim sé treyst#born-vilja-ad-theim-se-treyst

Í undir­bún­ingi fyrir undir­skriftina var leitað til barna í hverju sveit­ar­fé­lagi og þau spurð að því hvað þeim finnst gera sveit­ar­félög barnvæn. Svörin létu ekki á sér standa en meðal þess sem börn­unum datt í hug var aðgengi allra að menntun, vernd gegn ofbeldi, öruggt heimili fyrir öll börn og góð leik­svæði. Mörgum barn­anna fannst vanta meira val hvað varðar íþróttir og þá nefndu þau t.d. að lengja mætti útivist­ar­tíma og bæta umferðarör­yggi. Það sem koma einna skýrast fram er að það skiptir börnin miklu máli að fá tæki­færi til þess að láta skoð­anir sínar í ljós og hafa áhrif og þau telja mikil­vægt að full­orðnir treysti börnum og virði skoð­anir þeirra.

Um verkefnið#um-verkefnid

Verk­efnið Barnvæn sveit­ar­félög miðar að því að byggja upp breið­fylk­ingu sveit­ar­fé­laga á Íslandi sem láta sér mann­rétt­indi barna varða, með Barna­sátt­málann að leið­ar­ljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveit­ar­fé­laga. Árið 2019 gengu UNICEF á Íslandi og félags­mála­ráðu­neytið til samstarfs um fram­kvæmd verk­efn­isins undir formerkj­unum Barn­vænt Ísland. Markmið samstarfsins er að tryggja aðgengi allra sveit­ar­fé­laga að stuðn­ingi við innleið­ingu Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna á næstu tíu árum. Á næstu tveimur árum er stefnt að því að vel á annan tug sveit­ar­fé­laga bætist í hópinn sem nú þegar telur 17 sveit­ar­félög.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar

Nánari upplýs­ingar um Barnvæn sveit­ar­félög eru aðgengi­legar á vefsíð­unni www.barn­vaensveit­ar­felog.is og geta áhuga­samir einstak­lingar, kjörnir full­trúar og starfs­fólk sveit­ar­fé­laga nálgast þar allar nauð­syn­legar upplýs­ingar um innleið­ingu Barna­sátt­málans.