Vel heppnað skák­nám­skeið

Dagana 28. og 29. ágúst s.l. stóðu Vopna­fjarð­ar­skóli og Félags­mið­stöðin Drekinn fyrir skák­nám­skeiði í Vopna­fjarð­ar­skóla. 

Kennari á námskeiðinu var Birkir Karl Sigurðsson, marg­faldur Íslands­meistari og fyrr­ver­andi heims­meistari ungmenna í skák.

Birkir Karl er með skák­k­enn­ara­rétt­indi frá Alþjóð­lega skák­sam­bandinu FIDE og hefur meðal annars þjálfað skák­landslið Ástr­alíu.

Þátt­taka í námskeiðinu var góð og að sögn Birkis Karls voru nemendur bæði áhuga­samir og efni­legir. 

Námskeiðið endaði á “Skák­meist­ara­móti Vopna­fjarðar“ þar sem keppt var í fleiri en einum flokki.