Í dag var dregið úr nöfnum þeirra íbúa sveitarfélagsins sem höfðu skráð sig í lukkupott Vopnafjarðarhrepps vegna veiðileyfa í Hofsá 2021, en umsóknarfrestur rann út þann 29. júní s.l.
Það er ánægjulegt að greina frá því að aldrei hafa fleiri nöfn verið í pottinum en fjöldi þátttakenda tvöfaldaðist frá fyrra ári.
Lukkulegum veiðileyfishöfum hefur nú þegar verið tilkynnt um útdráttinn!