Umsóknir í styrk­vega­sjóð 2025

Vopna­fjarð­ar­hreppur hefur á undan­förnum árum sent inn umsókn í styrk­vega­sjóð hjá Vega­gerð­inni. Styrk­vegir eru samgöngu­leiðir sem ekki falla undir skil­grein­ingar vega skv. lögum.

Nú óskar Vopna­fjarð­ar­hreppur eftir ábend­ingum/umsóknum frá aðilum sem hafa áhuga á að fara í lagfær­ingar á samgöngu­leiðum sem falla undir skil­grein­ingar Vega­gerð­ar­innar.

Vega­gerðin hefur heimild til að veita Vopna­fjarð­ar­hreppi styrk til eftir­far­andi samgöngu­leiða:

  • vega yfir fjöll og heiðar sem ekki teljast þjóð­vegir
  • vega að bryggjum
  • vega að skíða­svæðum
  • vega að skip­brots­manna­skýlum
  • vega að fjallskila­réttum
  • vega að leit­ar­manna­skálum
  • vega að fjalla­skálum
  • vega innan uppgræðslu- og skóg­rækt­ar­svæða
  • vega að ferða­manna­stöðum
  • vega að flug­völlum og lend­ing­ar­stöðum sem ekki eru áætl­un­ar­flug­vellir, en taldir eru upp í samgöngu­áætlun

Í umsókn til sveit­ar­fé­lagsins þurfa eftir­talin atriði að koma fram:

  • Umrædd leið
  • Lýsing á fyrir­hug­uðum fram­kvæmdum. Meðal annars upplýs­ingar um stað­setn­ingu og notkun vegar.
  • Áætl­aður kostn­aður við fram­kvæmdir

Hafa skal í huga að samgöngu­leið sem nýtur styrks skal vera opin allri almennri umferð samkvæmt heimild úr vega­lögum.

Allar ábend­ingar munu fara fyrir hreppsráð/sveit­ar­stjórn til afgreiðslu.

Umsóknir#umsoknir

Áhuga­samdir aðilar eru hvattir til að senda inn umsókn í gegnum netfangið skrif­stofa@vfh.is  í síðasta lagi mánu­daginn 3. mars.

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar

Nánari upplýs­ingar má vinna á vef Vega­gerð­ar­innar hér.