Tilkynning frá þorra­blóts­nefnd

Ágætu Vopn­firð­ingar & aðrir velunn­arar Vopna­fjarðar

Gleði­legt nýtt ár & takk fyrir þetta skrýtna en að mörgu leyti góða ár 2020.

Við hér á Vopna­firði fundum ekki mikið fyrir áhrifum heims­far­aldurs miðað við marga aðra og má það kannski fyrst og fremst þakka ábyrgð og samstöðu íbúa hversu lítil áhrif heims­far­ald­urinn hefur haft á okkar góða samfélag.

Fljót­lega eftir fyrstu bylgju af COVID-19 fórum við að efast um að við myndum halda þorra­blót 2021.

Í desember höfðu formenn samband við þorra­blóts­nefndina og voru allir sammála um að ekkert vit væri í að stefna á að halda blót þó svo að takmörk­unum yrði aflétt fyrir þorra­blóts­daginn sjálfan og okkur væri heimilt að halda blót. Þetta er nefni­lega ekki búið! Við þurfum áfram að sýna ábyrgð og samstöðu.

Að því sögðu er það hér með tilkynnt að þorra­blóti Vopn­firð­inga 2021 er aflýst.

Kæru Vopn­firð­ingar!

Nýtið nýja árið í að búa til fleiri atriði fyrir okkur og við sjáumst tvíefld, í orðsins fyllstu merk­ingu, í janúar 2022!

Fyrir hönd Þorra­blóts­nefndar 2021 & 2022,

Geir­mundur Vikar Jónsson & Íris Gríms­dóttir.