Sveit­ar­félög á Aust­ur­landi samstillt á Manna­mótum

Þann 18. janúar síðast­liðinn var Mannamót haldið í Kórnum í Kópa­vogi, en það er árleg ferða­kaupstefna sem haldin er af Mark­aðs­stofum lands­hlut­anna.

Að venju hafði Aust­urbrú veg og vanda að skipu­lagn­ingu fyrir Aust­ur­land.

Á ráðstefn­unni má kenna ýmissa grasa frá öllum lands­hlutum. Þar má finna bása frá einyrkjum sem og stór­fyr­ir­tækjum og þar eru bæði opin­berir- og einka aðilar.

Sveit­ar­fé­lögin Múla­þing, Fjarða­byggð og Vopa­fjarð­ar­kaupstaður tóku höndum saman og voru með bás á kaup­stefn­unni. Við básinn var stór skjár sem sýndi fallegar myndir frá Aust­ur­landi öllu, á borðinu voru síðan ljós­myndir og munir sem tengjast fjórð­ungnum eins og til dæmis lundi, útskorin hreindýr og tvíþumla sjóvett­lingar. Þá höfðu sveit­ar­fé­lögin látið útbúa lukku­hjól sem vakti mikla kátínu og skapaði samtal við gesti og gang­andi. Vinn­ing­arnir á lukku­hjólinu voru ekki af verri endanum en þátt­tak­endur gátu unnið sér inn frímiða í sund eða á skíði, aðgang að söfn­unum á Aust­ur­landi, samtal við Aust­firðing, miða í berjamó, rölt í Hafn­ar­hólmann á Borg­ar­firði og ávís­anir í fugla- og fossa­skoð­anir svo fátt eitt sé nefnt.

Haraldur Líndal upplýs­inga­full­trúi Fjarða­byggðar segir mikil­vægt fyrir ferða­þjón­ustu­aðila að koma saman á kaup­stefnu sem þessari og sýna sig og sjá aðra og þannig kynna sinn lands­hluta og þá þjón­ustu sem er í boði.

Spurð út í mikil­vægi þátt­töku sveit­ar­fé­lag­anna á Manna­mótum segir Aðal­heiður Borg­þórs­dóttir atvinnu- og menn­ing­ar­stjóri Múla­þings að ,,Sveit­ar­fé­lögin eru í raun stærstu ferða­þjón­ustu­að­il­arnir. Í þeirra umsjá eru ýmsir innviðir, þjón­ustu­stofn­anir, söfn, sund­laugar og fleira. Það er því mikil­vægt að þau taki þátt í Manna­mótum, kynnist hinni fjöl­breyttu ferða­þjón­ustu sem þrífst í fjórð­ungnum og kynni fyrir áhuga­sömum hvað það er sem sveit­ar­fé­lögin annast.“

Aust­ur­land vakti mikla athygli enda höfðu þátt­tak­endur stillt saman strengi sína, básarnir höfðu sameig­in­legt útlit og gleði og samstarf einkenndi ganginn. Íris Edda Jóns­dóttir skrif­stofu­full­trúi Vopna­fjarð­ar­hrepps hafði orð á því að ,,það var metþátt­taka frá Aust­ur­landi á Manna­mótum í ár og sýnir sig að mikil gróska er í ferða­þjón­ustu í lands­hlut­anum. Það var ánægju­legt að sjá samstöðu full­trúa Aust­ur­lands með sameig­in­legu útliti, miklum metnaði og fjöl­breyttu og öflugu aðdrátt­ar­afli.“

Samstarf sveit­ar­fé­lag­anna endur­speglaði samtaka­máttinn og samvinnuna í lands­hlut­anum og var til þess fallið að lyfta upp og vekja athygli á því frábæra stafi sem á sér stað innan ferða­þjón­ust­unnar.

Samstarf sveit­ar­fé­lag­anna og Aust­ur­brúar,  endur­speglaði samtaka­máttinn og samvinnuna í lands­hlut­anum og var til þess fallið að lyfta upp og vekja athygli á því frábæra stafi sem á sér stað innan ferða­þjón­ust­unnar.

Myndina með frétt­inni tók Ingvi Örn Þorsteinsson, Aust­urbrú.