Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022 til 2044 undir­ritað

Vinna við svæð­is­skipu­lagið hefur staðið yfir síðan 2016 og því óhætt að segja að nokkur léttir hafi verið meðal viðstaddra en undir­rit­unin fór fram í húsnæði Skipu­lags­stofn­unar í Reykjavík. Fjöldi manns hefur komið að vinnu við svæð­is­skipu­lags­gerðina þótt mest vinna hafi farið fram innan svæð­is­skipu­lags­nefndar SSA sem fundað hefur stíft allra síðustu misseri og notið dyggrar aðstoðar ráðgjafa­fyr­ir­tæk­isins ALTA sem sérhæfir sig í skipu­lagi og byggða­málum.

Svæð­is­skipu­lagið var samþykkt af svæð­is­skipu­lags­nefnd SSA og sveit­ar­stjórnum á Aust­ur­landi í sept­ember. Í kjöl­farið var það sent til Skipu­lags­stofn­unar til umsagnar og lauk þeirri yfir­ferð í síðustu viku. Það vildi svo til að allir bæjar- og sveit­ar­stjórar Aust­ur­lands voru í Reykjavík í gær vegna árlegrar fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­lag­anna og því kjörið tæki­færi til að undir­rita Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022-2044.

Stór dagur fyrir Austurland#stor-dagur-fyrir-austurland

Bæjar- og sveit­ar­stjórar Aust­ur­lands voru að vonum ánægðir með daginn:

„Þetta skiptir máli fyrir Aust­ur­land,“ sagði Sara Elísabet Svans­dóttir, sveit­ar­stjóri Vopna­fjarð­ar­hrepps. „Hér erum við að vinna saman í ákveðna átt og stefnan hefur verið mörkuð til fram­tíðar.“

Björn Ingimarsson, sveit­ar­stjóri Múla­þings sagði: „Þetta plagg hefur mikla þýðingu. Við erum að hefja aðal­skipu­lags­vinnu fyrir Múla­þing og það að hafa samþykkt og afgreitt svæð­is­skipulag fyrir Aust­ur­land skiptir miklu máli fyrir þá vinnu.“

Helgi Gíslason, sveit­ar­stjóri í Fljótsdal, sagði: „Það er stór­kost­legt að vera búin að ljúka þessu mikla verki og móta ákveðna stefnu fyrir fjórð­unginn.“

„Þetta er stór dagur,“ sagði Jón Björn Hákon­arson, bæjar­stjóri Fjarða­byggðar við tilefnið. „Hér eru stigin mikil fram­fara­skref fyrir sveit­ar­fé­lögin fjögur sem nú eru á Aust­ur­landi.“

Góð niðurstaða#god-nidurstada

„Þetta er gríð­ar­lega stór dagur,“ sagði Eydís Ásbjörns­dóttir, vara­formaður svæð­is­skipu­lags­nefndar SSA, í gær en hún hefur tekið þátt í vinnu við skipu­lags­gerðina frá upphafi. „Ég er mjög sátt við niður­stöðuna. Þetta hefur tekið langan tíma en skipu­lagið er vandað og ég veit að það mun gagnast Aust­ur­landi vel.“

Stefán Bogi Sveinsson, formaður svæð­is­skipu­lags­nefndar SSA 2021-2022, tekur undir með Eydísi: „Þetta er mikið gleði­efni en þetta eru ekki verklok. Þetta er áfangi. Nú tekur við að útfæra og fram­fylgja þeirri stefnu sem þarna liggur fyrir og þannig getum við náð mark­miðum okkar um eflingu Aust­ur­lands.“

Fjórir meginkaflar#fjorir-meginkaflar

Svæð­is­skipu­lags Aust­ur­lands 2022-2044 og stórt og vandað plagg, ríku­lega myndskreytt og er aðgengi­legt á heima­síðu Aust­ur­brúar auk umhverf­is­mats­skýrslu. Það er 140 blað­síður og skipt upp fora megin­kafla þar sem dregin er upp fram­tíð­arsýn fyrir Aust­ur­land út frá umhverfi, atvinnu­lífi, samfé­lagi og menn­ingu. Sýnin er útfærð með megin­mark­miðum fyrir þessi fjögur svið, undir kjör­orð­unum:

  • Aust­ur­land – góð heim­kynni
  • Aust­ur­land – svæði sókn­ar­færa
  • Aust­ur­land – sterkt samfélag
  • Aust­ur­land – ævin­týri líkast

Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands 2022-2044 öðlast gildi með birt­ingu í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda en áætlað er að auglýsing þess efnis verði birt 26. október næst­kom­andi.