Straumhvörf er nýtt vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu sem nær yfir allt Norður- og Austurland og er ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Tilgangurinn er að nýta tækifæri sem felast í auknu millilandaflugi til Norður- og Austurlands og búa til nýjar vörur og vörupakka í ferðaþjónustu. Að verkefninu standa Austurbrú/SSA, Markaðsstofa Norðurlands, SSNV og SSNE.
Vinnustofur verða þar sem þátttakendur fá fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við vöruþróun:
- Bakkafjörður, 1. nóvember kl. 12:00-17:00
- Egilsstaðir, 2. nóvember kl. 10:00-15:00
Eftirfylgnifundir á Teams síðar í nóvember. Efnistök ráðast af niðurstöðum úr vinnustofum.
Þátttakendum gefst tækifæri á að kynna tilbúnar vörur í Ferðaþjónustuvikunni í janúar.
Við hvetjum öll sem starfa í ferðaþjónustu til að taka þátt og nýta tækifærið til að efla ferðaþjónustu í nærumhverfi okkar.
Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar sjálfar og skilyrði fyrir þátttöku fyrirtækja að þau séu aðilar að Austurbrú eða Markaðsstofu Norðurlands. Gjaldið er kr. 5.500 fyrir hvern þátttakanda og eru innifaldar veitingar á meðan á vinnustofu stendur.
Skráning fer fram á vef markaðsstofu Norðurlands hér.
Nánari upplýsingar veita Urður Gunnarsdóttir hjá Austurbrú, urdur@austurbru.is og Hjalti Páll Þórarinsson hjá Markaðsstofu Norðurlands, hjalti@nordurland.is .