Straum­hvörf — Vöru­þróun á Austur- og Norð­ur­landi

Straum­hvörf er nýtt vöru­þró­un­ar­verk­efni í ferða­þjón­ustu sem nær yfir allt Norður- og Aust­ur­land og er ætlað fyrir­tækjum í ferða­þjón­ustu.  Tilgang­urinn er að nýta tæki­færi sem felast í auknu milli­landa­flugi til Norður- og Aust­ur­lands og búa til nýjar vörur og vörupakka í ferða­þjón­ustu. Að verk­efninu standa Aust­urbrú/SSA, Mark­aðs­stofa Norð­ur­lands, SSNV og SSNE.

Vinnu­stofur verða þar sem þátt­tak­endur fá fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við vöru­þróun:

  1. Bakka­fjörður, 1. nóvember kl. 12:00-17:00
  2. Egils­staðir, 2. nóvember kl. 10:00-15:00

Eftir­fylgnifundir á Teams síðar í nóvember. Efnistök ráðast af niður­stöðum úr vinnu­stofum.

Þátt­tak­endum gefst tæki­færi á að kynna tilbúnar vörur í Ferða­þjón­ustu­vik­unni í janúar.

Við hvetjum öll sem starfa í ferða­þjón­ustu til að taka þátt og nýta tæki­færið til að efla ferða­þjón­ustu í nærum­hverfi okkar.

Nauð­syn­legt er að skrá sig á vinnu­stof­urnar sjálfar og skil­yrði fyrir þátt­töku fyrir­tækja að þau séu aðilar að Aust­urbrú eða Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands.  Gjaldið er kr. 5.500 fyrir hvern þátt­tak­anda og eru innifaldar veit­ingar á meðan á vinnu­stofu stendur.

Skráning fer fram á vef mark­aðs­stofu Norð­ur­lands hér.

Nánari upplýs­ingar veita Urður Gunn­ars­dóttir hjá Aust­urbrú, urdur@aust­urbru.is og Hjalti Páll Þórar­insson hjá Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands,  hjalti@nord­ur­land.is .