Skóla­akstur leik­skóla­barna

Á fundi hrepps­ráðs þann 3. desember sl. voru samþykktar reglur sveit­ar­fé­lagsins varð­andi skóla­akstur barna úr sveit­inni. Helstu breyt­ingar á reglum þessum eru þær að frá 15. janúar 2021 og út skóla­árið 2020-2021 verður boðið upp á akstur leik­skóla­barna að morgni dags til reynslu. Þetta er eingöngu í boði fyrir börn eldri en þriggja ára og aðeins þar sem er laust pláss í skólabíl að stað­aldri. 

Í vor verður verk­efnið metið í samráði við þá aðila sem að því koma og fram­hald skóla­aksturs leik­skóla­barna ákveðið með tilliti til þess.

Í stuttu máli eru það eftirfarandi reglur sem munu gilda:#i-stuttu-mali-eru-thad-eftirfarandi-reglur-sem-munu-gilda

  • Heimilt er að flytja leik­skóla­börn með skóla­bílnum ef pláss er í bílnum
  • Leik­skóla­börn skulu hafa náð þriggja ára aldri til að geta nýtt akstur með skólabíl
  • Elsti árgangur leik­skóla­barna hefur ávallt forgang
  • Foreldrar leik­skóla­barna (þar sem ekki eru einnig grunn­skóla­börn) skulu koma börnum sínum að akst­urs­leið skóla­bíls. Hafa skal samráð við bílstjóra um stoppi­stöð bíls.
  • Leik­skóla­börn skulu sitja í viður­kenndum bílstólum á ferðum sínum í skólabíl. Bílstól­arnir eru á ábyrgð foreldra sem bera af þeim allan kostnað
  • Foreldrar þurfa að sækja um pláss í skólabíl með fyrir­vara
  • Í fyrstu er boðið upp á akstur að morgni en foreldrar sæki börnin í leik­skólann

Að öðru leyti er vísað í reglur um skóla­akstur í Vopna­fjarð­ar­hreppi.

Umsókn­ar­frestur fyrir vorönn 2021 er til og með 15. desember 2020.

Umsjón með umsóknum um akstur fyrir leikskólabörn hefur:#umsjon-med-umsoknum-um-akstur-fyrir-leikskolaborn-hefur