Sérstakur íþrótta- og tómstunda­styrkur

Meðal aðgerða stjórn­valda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveit­ar­fé­laga vegna íþrótta- og tómstund­a­starfs barna. Styrk­urinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heim­ilum þar sem heild­ar­tekjur fram­fær­enda, einstak­lings, hjóna eða sambúð­ar­fólks, voru að meðal­tali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tíma­bilinu mars–júlí 2020.

Áður en þú sækir um styrkinn hjá þínu sveit­ar­fé­lagi þarf að kanna hvort heim­ilið falli undir ofan­greint tekju­viðmið. Það gerir þú með því að skrá þig inn hér á Ísland.is með rafrænum skil­ríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúð­ar­fólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýs­ingar um tekjur séu sóttar til skatta­yf­ir­valda (RSK) svo hægt sé að stað­festa hvort heim­ilið falli undir tekju­við­miðið eða ekki.

Ef þú færð svar um að þú eigir rétt á að sækja um styrk færð þú nánari upplýs­ingar um næstu skref. Ef þú færð svar um að þú eigir ekki rétt á styrk færð þú upplýs­ingar um hvert þú getur leitað ef þú ert með athuga­semdir við niður­stöðuna eða fyrir­spurnir.

Um styrkinn#um-styrkinn

Styrk­urinn er allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn og greiðist hann vegna útlagðs kostn­aðar við íþrótta- og tómstund­astarf á skóla­árinu 2020- 2021. Ekki er heimilt að nýta íþrótta- og tómstunda­styrk til greiðslu á tækjum, búnaði, fatnaði og ferðum.

Markmið frístunda­styrkja er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstund­a­starfi óháð efnahag fjöl­skyldna, efla íþrótt­astarf og annað forvarn­ar­starf. Einnig á styrk­urinn að vinna gegn óæski­legu brott­hvarfi í eldri aldurs­hópum iðkenda.

 

Umsóknir#umsoknir

  • Hægt er að sækja um styrk til og með 1. mars 2021.
  • Umsóknir skal senda í tölvu­pósti á skrif­stofa@vfh.is.