Rekstr­ar­aðili óskast

Vopna­fjarð­ar­hreppur leitar tilboða í rekstur í rými á fyrstu hæð Kaup­vangs við Hafn­ar­byggð á Vopna­firði. Mikil­vægt er að viðkom­andi hafi þekk­ingu á mark­aðs­málum, hafi gaman af mann­legum samskiptum og sé áhuga­samur um þjón­ustu við ferða­menn. Reynsla af rekstri og þekking á náttúru og stað­háttum er æskileg. Búseta á Vopna­firði er kostur.

  • Rýmið á fyrstu hæð hentar t.d. vel til fram­reiðslu veit­inga og/eða versl­un­ar­reksturs og var þar áður rekið kaffihús. Rekstur skal hefjast eins fljótt og unnt er vorið 2021 og standa fram á haust. Í fram­haldi verður gerð krafa um lágmarks opnun­ar­tíma frá 15. sept­ember til 15. apríl ár hvert.
  • Á annarri hæð hússins er opið sýning­ar­rými og vinnu­að­staða fyrir Aust­urbrú og fram­halds­skólann á Laugum.
  • Áhuga­samir eru beðnir um að skila inn umsóknum á skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps eða rafrænt á skrif­stofa@vfh.is eigi síðar en 31. mars nk.

Um Kaupvang#um-kaupvang

Kaup­vangur eða Faktors­húsið er eitt af gömlu húsunum í bænum. Það var byggt sumarið 1884. Bygg­inga­meist­arinn var hinn danski Fredrik Bald, sá hinn sami og reisti Alþing­is­húsið í Reykjavík. Danska versl­un­ar­fé­lagið Ørum & Wulff nýtti húsið til 1918 en þá keypti Kaup­félag Vopn­firð­inga húsnæðið og rak þar verslun til ársins 1959.

Í húsinu var aðal­verslun kaup­fé­lagsins og íbúð kaup­fé­lags­stjóra. Eftir að versl­unin var flutt úr húsinu voru þar þrjár íbúðir sem og vöru­geymsla fyrir kaup­fé­lagið fram til ársins 1982 – eftir það stóð húsið autt um árabil.

Um alda­mótin 2000 var húsið að hruni komið, ekkert var eftir annað en að rífa það og réðst sveit­ar­fé­lagið þá í það stór­virki að endur­gera þetta forn­fræga hús.

Nánari upplýsingar veita:#nanari-upplysingar-veita