Opið fyrir umsóknir í Uppbygg­ing­ar­sjóð Aust­ur­lands

Opið er fyrir umsóknir í Uppbygg­ing­ar­sjóð Aust­ur­lands.

Umsókn­ar­frestur rennur úr 1. nóvember.

Hlut­verk Uppbygg­ing­ar­sjóðs er að styrkja menn­ingar-, atvinnu- og nýsköp­un­ar­verk­efni sem falla að Sókn­aráætlun Aust­ur­lands, auk stofn- og rekstr­ar­styrkja til menn­ing­ar­verk­efna. Sjóð­urinn er samkeppn­is­sjóður og miðast styrk­veit­ingar við árið 2025.

Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á stuðning við nýsköpun í atvinnu­starf­semi ungs fólks á aldr­inum 20-35 ára.

Á umsókn­ar­tím­anum verða haldnar vinnu­stofur um allt Aust­ur­land þar sem umsækj­endur geta fengið kynn­ingu og leið­sögn varð­andi umsókn­ar­ferlið.

Nánari upplýs­ingar og skráning á vinnu­stofur á vef Aust­ur­brúar hér.