Nýr forstöðu­maður áhalda­húss Vopna­fjarð­ar­hrepps

Gunnþór Kristján Guðfinnsson hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðu­maður áhalda­húss Vopna­fjarð­ar­hrepps en starfið var auglýst 2. júní síðast­liðinn. 

Gunnþór Kristján er garð­yrkju­fræð­ingur að mennt og með reynslu af stjórnun þjón­ustumið­stöðvar. Gunnþór starfaði í fram­kvæmd­ar­stjórn hjá Sjálf­seign­ar­stofn­un­inni Skaft­holt, Skeiða og Gnúp­verja­hreppi frá 2013—2023 og sinnti þar forstöðu frá 2021—2023. Áður starfaði hann sem Umhverf­is­stjóri Ölfuss og var þá forstöðu­maður Þjón­ustumið­stöðvar Ölfuss.

Sem forstöðu­maður áhalda­húss mun hann sinna marg­vís­legum verk­efnum á borð við umsjón með veitum, ýmsum nýfram­kvæmdum og viðhaldi, umhirðu opinna svæða, snjóruðning o.fl.

Gunnþór hefur nú þegar hafið störf og bjóðum við hann velkominn til starfa.