Gunnþór Kristján Guðfinnsson hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður áhaldahúss Vopnafjarðarhrepps en starfið var auglýst 2. júní síðastliðinn.
Gunnþór Kristján er garðyrkjufræðingur að mennt og með reynslu af stjórnun þjónustumiðstöðvar. Gunnþór starfaði í framkvæmdarstjórn hjá Sjálfseignarstofnuninni Skaftholt, Skeiða og Gnúpverjahreppi frá 2013—2023 og sinnti þar forstöðu frá 2021—2023. Áður starfaði hann sem Umhverfisstjóri Ölfuss og var þá forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Ölfuss.
Sem forstöðumaður áhaldahúss mun hann sinna margvíslegum verkefnum á borð við umsjón með veitum, ýmsum nýframkvæmdum og viðhaldi, umhirðu opinna svæða, snjóruðning o.fl.
Gunnþór hefur nú þegar hafið störf og bjóðum við hann velkominn til starfa.