Nýjar íbúðir afhentar

Á fundi sveit­ar­stjórnar í desember 2018 var tekin ákvörðun um að hefja vinnu við undir­búning bygg­ingar á félags­legum íbúðum á Vopna­firði að því gefnu að umsókn um stofn­framlag Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar yrði samþykkt til fram­kvæmd­anna. Stefnt var að því að byggja í fyrsta fasa 6 íbúðir sem væru hann­aðar með þarfir tekju­lágra íbúa í huga og kæmu að einhverju leyti í staðinn fyrir óhent­ugra húsnæði sem væri í notkun í þeim tilgangi. Reynslan af verk­efninu yrði nýtt til að taka ákvörðun um frekari uppbygg­ingu á húsnæði fyrir aldraða, öryrkja eða aðra sem þurfa á sérhönnuðu húsnæði að halda.

Sveit­ar­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkti á 18. fundi sínum kjör­tíma­bilið 2018-2022 þann 21.febrúar 2019 húsnæð­isáætlun fyrir sveit­ar­fé­lagið fyrir árin 2018 til 2026 sem var unnin af Eflu verk­fræði­stofu.

Í niður­stöðum húsnæð­isáætl­un­ar­innar kemur fram að lítil uppbygging á íbúð­ar­hús­næði hefur átt sér stað á Vopna­firði til fjölda ára. Síðast var reist íbúð­arhús á Vopna­firði árið 2013. Yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúð­ar­hús­næðis eða um 80% eru stærri einbýli eða yfir 100 fermetrar að stærð og hefur verið vöntun á minni og hagkvæmari eignum.

Þróun húsnæð­is­mála og samsetning íbúa í Vopna­fjarð­ar­hreppi er að breytast. Ungt fólk hefur snúið aftur heim með fjöl­skyldur sem er ákaf­lega  jákvæð þróun.

Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir tekju- og eigna­mörkum við upphaf leigu. Stofn­framlög eru veitt til bygg­ingar og kaupa á almennum íbúðum. Vopna­fjarð­ar­hreppur sótti um og fékk úthlutað stofn­fram­lagi til bygg­ingar 6 íbúða frá Húsnæðis- og mann­virkja­stofnun.

Gengið var frá samn­ingum og var það fyrir­tækið Hrafns­hóll ehf. sem sá um bygg­ingu íbúð­anna. Hrafns­hóll ehf. hefur þegar byggt sambærileg hús  í Vík í Mýrdal, Blönduósi og víðar á landinu og er því komin nokkur reynsla af þessari húsa­gerð i fram­kvæmd og rekstri.

Af þeim átta íbúðum sem byggðar voru eru sex í eigu sveit­ar­fé­lagsins og verða þær allar leigðar út. Alls bárust 11 umsóknir um þessar sex íbúðir og því er ljóst að nokkur eftir­spurn er eftir leigu­hús­næði í sveit­ar­fé­laginu. Það hefur lítið sem ekkert verið byggt hér frá alda­mótum og kröfur hafa breyst og því mætti ætla af þessari eftir­spurn að dæma að þörf sé á uppbygg­ingu húsnæðis hér. Þetta mun vonandi leiða af sér hreyf­ingu á fast­eigna­markaði hér og hækkun á fast­eigna­mati en það hefur ekki hækkað í samræmi við mark­aðs­verð undan­farin ár.

Hrafns­hóll ehf. afhenti íbúð­irnar til sveit­ar­fé­lagsins þann 15. desember síðast­liðinn aðeins tæpum fimm mánuðum eftir að hafist var handa við bygg­ingu húsanna.

Það er ánægju­legt að greina frá því að í dag voru lyklar afhentir þeim leigj­endum sem hyggjast koma sér fyrir í nýju húsnæði fyrir jóla­há­tíðina. Óskum við þeim og okkur öllum íbúum sveit­ar­fé­lagsins inni­lega til hamingju með þessar nýju íbúðir.