Nemendur úr Vopna­fjarð­ar­skóla í skandi­nav­ískri LEGO keppni

Dodici, 7.-8. bekkur í Vopna­fjarð­ar­skóla, urðu First Lego League meist­arar Íslands á dögunum og unnu sér með því inn þátt­töku­rétt í Skandi­nav­ísku FLL keppn­inni sem haldin var í Álasundi í Noregi þann 12. mars s.l.

Þar voru þau full­trúar Íslands og stóðu sig með mikilli prýði. Krakk­arnir kynntu nýsköp­un­ar­verk­efni sem fjallaði um umhverf­i­s­væna orku­gjafa í vöru­flutn­ingum og tengdu þeir verk­efnið sitt við Brim hf. Hópurinn útskýrði einnig hönnun og forritun vélmenn­isins sem keppt var með á þrauta­borði í þremur lotum. Liðinu gekk ljóm­andi vel og í vélmennakapp­leiknum enduðu krakk­arnir í 19.-20. sæti af 46 liðum sem er mjög ásætt­an­legur árangur. Að baki þessu öllu liggur mikil vinna auk þess sem Dodici var eina liðið sem ekki gat flutt verk­efnin á sínu móður­máli. Krakk­arnir okkar voru ekki nokkrum vand­ræðum með að kynna verk­efni sín á enskri tungu auk þess sem þau svöruðu óund­ir­búnum spurn­ingum frá dómurum. Hópurinn sem saman­stóð af 12 nemendum, 2 kenn­urum og 3 foreldrum kom að vonum ánægður heim úr ferða­laginu þrátt fyrir að Covid hafi ákveðið að slást í för með einhverjum úr hópnum.

Yfir­um­sjón með verk­efninu fyrir hönd Vopna­fjarð­ar­skóla hafði Sólrún Dögg Bald­urs­dóttir sem lagði mikla vinnu og tíma í verk­efnið en einnig komu fleiri aðilar að því og samvinna allra skilaði sér í góðum árangri hópsins.

Þessi ferð hefði ekki getað orðið að veru­leika nema fyrir samstöðu og stuðning styrktaraðila og fyrir það eru allir sem að verk­efninu koma mjög þakk­látir. 

Dodici þakkar kærlega fyrir sig!