Merki og vefsíða tilnefnd til FÍT-verð­launa

Í dag voru kynntar tilnefn­ingar til árlegrar keppni Félags íslenskra teiknara, FÍT. Félagið er fagfélag graf­ískra hönnuða í landinu og er eitt 9 aðild­ar­fé­laga Miðstöðvar hönn­unar og arki­tektúrs.

Nýtt merki Vopna­fjarð­ar­hrepps er tilnefnt í flokki firma­merkja í ár auk þess sem nýr vefur sveit­ar­fé­lagsins hlaut tilnefn­ingu fyrir hönnun vefsvæð­isins.

 

Nýtt merki Vopnafjarðarhrepps hannað af Kolofon og tekið í notkun 2020.

Hönnun bæði byggða­merk­isins og vefsvæð­isins var í höndum hönnuða hjá Kolofon hönn­un­ar­sofu. Sveit­ar­fé­lagið naut leið­sagnar Greips Gísla­sonar við verk­efnið. Nýtt byggða­merki hreppsins var kynnt síðast­liðið haust þegar nýr vefur leit dagsins ljós. Markmið sveit­ar­stjórnar með nýjum vef og ásýnd að auka upplýs­inga­gjöf til íbúa og gesta þeirra.

Fyrr á árinu hlaut nýr vefur sveit­ar­fé­lagsins tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna sem besti opin­beri vefurinn.

FÍT-verð­launin verða afhent 14. maí í tengslum við Hönn­un­ar­Mars. Vopn­firð­ingar allir geta verið stoltir af þessum árangri.