Vefurinn tilnefndur til íslensku vefverð­laun­anna

Nýr vefur Vopna­fjarð­ar­hrepps sem var tekinn í notkun í sept­ember hlaut á föstudag tilnefn­ingu til Íslensku vefverð­laun­anna í flokki opin­berra vefja.

Á föstudag, 26. mars, kemur svo í ljós hver af þeim 5 opin­beru vefjum sem þóttu bestir á árinu 2020 hlýtur verð­launin í flokknum. Vopna­fjar­dar­hreppur.is er í hópi mjög sterkra vefja, þar á meðal Island.is og Græna planið hjá Reykja­vík­ur­borg.

Það er Kolofon hönn­un­ar­stofa sem á heið­urinn af vefnum en stofan og Vopna­fjarð­ar­hreppur nutu leið­sagnar og ráðgjafar Greips Gísla­sonar við gerð vefjarins og ristjórn hans fyrstu mánuðina. Ljós­myndir tók Dagný Stein­dórs­dóttir.

 

Nánari upplýsingar#nanari-upplysingar