Opnað hefur verið fyrir umsóknir í menningarsjóð Vopnafjarðarhrepps!
Sjóðurinn er ætlaður til að efla og styðja við verkefni á sviði menningar-, lista- og ferðamála á Vopnafirði og skulu þau einkennast af metnaði, fjölbreytni, samvinnu og virkri þátttöku íbúa og gesta. Einnig eiga þau að endurspegla aukinn stuðning við grasrót í menningarlífi eða ferðamálum og stuðla að frumkvæði einstaklinga/fyrirtækja með því að styðja við bakið á hvers kyns sköpunarstarfi.
Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.
Meðfylgjandi eru reglur sjóðsins sem umsækjendur eru hvattir til að kynna sér.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök.
Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2024.
Sótt er um á meðfylgjandi eyðublaði og skal umsókn skilað inn rafrænt til Írisar Eddu á irisj@vfh.is.