Menn­ing­ar­sjóður Vopna­fjarð­ar­hrepps auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í menn­ing­ar­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps!

Sjóð­urinn er ætlaður til að efla og styðja við verk­efni á sviði menn­ingar-, lista- og ferða­mála á Vopna­firði og skulu þau einkennast af metnaði, fjöl­breytni, samvinnu og virkri þátt­töku íbúa og gesta. Einnig eiga þau að endur­spegla aukinn stuðning við grasrót í menn­ing­ar­lífi eða ferða­málum og stuðla að frum­kvæði einstak­linga/fyrir­tækja með því að styðja við bakið á hvers kyns sköp­un­ar­starfi.

Umsókn­inni þarf að fylgja sund­urliðuð kostn­að­ar­áætlun fyrir verk­efnið ásamt grein­ar­gerð.

Meðfylgj­andi eru reglur sjóðsins sem umsækj­endur eru hvattir til að kynna sér.

Umsækj­endur geta verið einstak­lingar, fyrir­tæki og félaga­samtök.

Umsókn­ar­frestur er til og með 1. október 2024.

Sótt er um á meðfylgj­andi eyðu­blaði og skal umsókn skilað inn rafrænt til Írisar Eddu á irisj@vfh.is.