Matvæla­stofnun óskar eftir tilkynn­ingum um dauða villta fugla

Matvæla­stofnun vekur athygli á að stofn­unin óskar eftir tilkynn­ingum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveit­ar­fé­laginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slys­förum. Tilgang­urinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögu­legri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.

Best er að tilkynna með því að skrá ábend­ingu á vef stofn­un­ar­innar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnun­ar­tíma eða senda tölvu­póst á netfangið mast@mast.is.