Klósettið er ekki rusla­fata

Af gefnu tilefni viljum við minna á að klósett er ekki það sama og rusla­fata. 

Þetta þarf ekki að vera flókið – það er bara piss, kúkur og klósett­pappír sem má sturta niður úr klósett­unum okkar.

Klósettið er EKKI staður fyrir eyrnap­inna, bómull, blaut­klúta, smokka, nikó­tín­púða og annað rusl. Þessir hlutir eiga alls ekki heima í fráveitu­kerfum.

Martröð í pípunum#martrod-i-pipunum

Blaut­þurrkan er þarf­a­þing og frábær í marga hluti. Það er ekki fyrr en í fram­halds­lífinu sem hún byrjar að gera óskunda. Blaut­þurrkur leysast nefni­lega ekki auðveld­lega upp og geta valdið tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heim­ilum með tilheyr­andi vatns­tjóni og kostnaði við viðgerðir, og hreinsi­bún­aður í fráveitu­kerfinu vinnur ekki á þessum þurrkum og fer illa í glím­unni við þær.

Það er rétt að benda á að þrátt fyrir að sumir fram­leið­endur taki fram á umbúðum að blaut­þurrk­urnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt!