Af gefnu tilefni viljum við minna á að klósett er ekki það sama og ruslafata.
Þetta þarf ekki að vera flókið – það er bara piss, kúkur og klósettpappír sem má sturta niður úr klósettunum okkar.
Klósettið er EKKI staður fyrir eyrnapinna, bómull, blautklúta, smokka, nikótínpúða og annað rusl. Þessir hlutir eiga alls ekki heima í fráveitukerfum.
Martröð í pípunum#martrod-i-pipunum
Blautþurrkan er þarfaþing og frábær í marga hluti. Það er ekki fyrr en í framhaldslífinu sem hún byrjar að gera óskunda. Blautþurrkur leysast nefnilega ekki auðveldlega upp og geta valdið tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heimilum með tilheyrandi vatnstjóni og kostnaði við viðgerðir, og hreinsibúnaður í fráveitukerfinu vinnur ekki á þessum þurrkum og fer illa í glímunni við þær.
Það er rétt að benda á að þrátt fyrir að sumir framleiðendur taki fram á umbúðum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt!