Kjör­fundur vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga 14. maí 2022

Kjör­fundur fer fram þann 14. maí 2022 í Félags­heim­ilinu Mikla­garði, Miðbraut 1, Vopna­firði, og hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 18, enda sé þá hálf klukku­stund liðin frá því að kjós­andi gaf sig síðast fram.

Um undir­búning, fram­kvæmd og frágang sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga fer eftir kosn­inga­lögum nr. 112/2021.

Áætlað er að flokkun og talning atkvæða hefjist klukkan 19, en það ræðst meðal annars af því að kjör­fundi ljúki á tilsettum tíma. 

Almenn­ingi er heimilt að fylgjast með taln­ingu atkvæða.

Kjör­stjórn Vopna­fjarð­ar­hrepps,

Heið­björt Antons­dóttir, formaður

Stefán Guðnason

Teitur Helgason