Kjör­dæm­a­vika á Vopna­firði

Síðast­liðna viku hefur varið fram kjör­dæm­a­vika hjá þing­mönnum.

Fimmtu­daginn 5. október síðast­liðinn komu þing­menn kjör­dæm­isins í heim­sókn til okkar á Vopna­fjörð. Þeir áttu góðan fund með full­trúum sveit­ar­stjórnar þar sem rædd voru helstu málefni sveit­ar­fé­lagsins. Rætt var um rekstur dval­ar­heim­il­isins Sunda­búðar og mikil­vægi góðra sjúkra­flutn­inga á svæðinu. Umræður spunnust einnig um samgöngumál, húsnæðis- og atvinnumál ásamt sameig­in­legum verk­efnum milli sveit­ar­fé­laga og ríkisins.

 

 

Á myndinni eru f.v. Njáll Trausti Friðbertsson, Jódís Skúladóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Bjartur Aðalbjörnsson, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Logi Einarsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Axel Örn Sveinbjörnsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Sigurður Grétar Sigurðsson og Íris Edda Jónsdóttir. Myndina tók Ingibjörg Ísakssen sem sést neðst á myndinni.