Síðastliðna viku hefur varið fram kjördæmavika hjá þingmönnum.
Fimmtudaginn 5. október síðastliðinn komu þingmenn kjördæmisins í heimsókn til okkar á Vopnafjörð. Þeir áttu góðan fund með fulltrúum sveitarstjórnar þar sem rædd voru helstu málefni sveitarfélagsins. Rætt var um rekstur dvalarheimilisins Sundabúðar og mikilvægi góðra sjúkraflutninga á svæðinu. Umræður spunnust einnig um samgöngumál, húsnæðis- og atvinnumál ásamt sameiginlegum verkefnum milli sveitarfélaga og ríkisins.