Jóla­kveðja

Sveit­ar­stjórn og starfs­fólk Vopna­fjarð­ar­hrepps sendir íbúum og lands­mönnum öllum góðar óskir um gleði­lega jóla­hátíð.

Nú þegar árið 2020 er senn á enda og  jólin að ganga í garð með aðeins öðrum hætti en við höfum átt að venjast viljum við þakka ykkur öllum fyrir þá fórn­fýsi, umburð­ar­lyndi og samheldni sem þið hafið sýnt á árinu. Saman komumst við í gegnum þetta tímabil. Nú fer daginn að lengja á ný og fram­tíðin er björt.

Aust­firð­ingar hafa undan­farna daga verið ræki­lega minntir á þann ógnar­kraft sem býr í nátt­úr­unni og veður­farinu. Sveit­ar­stjórn og starfs­fólk Vopna­fjarð­ar­hrepps sendir íbúum Seyð­is­fjarðar hlýjar kveðjur í kjölfar þeirra hörmu­legu atburða sem þar hafa átt sér stað undan­farna daga. Hugur okkar er hjá ykkur.

Megum við öll eiga gleðileg jól og farsælt nýtt ár!