Jól og áramót 2020

Land­læknisembættið ásamt Almanna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra hafa gefið út leið­bein­ingar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020.

Hafa ber í huga að sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og leið­bein­ingar þessar inni­halda ráðlegg­ingar um það hvernig gott er að haga málum yfir hátíð­irnar.

  • Njótum rafrænna samveru­stunda
  • Eigum góðar stundir með heim­il­is­fólkinu
  • Veljum jóla­vini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíð­arnar)
  • Hugum að heils­unni og stundum útivist í fámennum hópi
  • Verslum á netinu ef hægt er
  • Verum tilbúin með innkaupal­ista þegar farið er að versla
  • Kaupum máltíðir á veit­inga­stöðum og tökum með heim
  • Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikil­vægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niður­staða liggur fyrir.

Heimboð og veitingar#heimbod-og-veitingar

  • Látum gesti vita um boðið með góðum fyrir­vara svo þeir hafi tæki­færi til að fara varlega dagana fyrir boðið.
  • Fylgj­umst með þróun farald­ursins.
  • Virðum fjölda­tak­mark­anir og tryggjum nánd­ar­mörk og einstak­lings­bundnar smit­varnir.
  • Forð­umst samskotsboð („pálínuboð“) og hlað­borð.
  • Geymum handa­bönd, faðmlög og kossa til betri tíma.
  • Hugum að loftræst­ingu og loftum út á meðan á boðinu stendur.
  • Bjóðum upp á grímur ef gestir kjósa, þvoum hendur og sprittum okkur reglu­lega.
  • Takmörkum sameig­in­lega snertifleti og þrífum þá oft og reglu­lega.
  • Notum grímu og þvoum okkur reglu­lega um hendur á meðan við útbúum matinn, berum hann fram og göngum frá.
  • Takmörkum fjölda fólks í eldhúsinu eða þar sem maturinn er útbúinn og gengið er frá eftir matinn.
  • Takmörkum notkun á sameig­in­legum áhöldum, svo sem tertu­hnífum, kaffi­könnum, mjólk­ur­könnum og svo fram­vegis.
  • Þvoum allt tau eftir hvert boð, svo sem dúka og tauserví­ettur.
  • Forð­umst söng og hávært tal, sérstak­lega innan­dyra.

Rekstraraðilar og fyrirtæki#rekstraradilar-og-fyrirtaeki

  • Tryggja þarf að skilaboð um gild­andi reglur og leið­bein­ingar á Íslandi, sé komið til starfs­manna fyrir­tækja þá sérstak­lega farand­verka­manna og þeirra sem eru af erlendum uppruna.
  • Huga þarf vel að þrifum samkvæmt verklags­reglum um þrif á COVID-19 tímum.
  • Upplýs­ingar og leið­bein­inga­skilti um persónu­bundnar einstak­lings­bundnar smit­varnir séu sýnileg einstak­lingum á áber­andi stöðum.
  • Tryggja skal nálægð­ar­mörk á milli ótengdra aðila.

Persónulegar sóttvarnir#personulegar-sottvarnir

  • Þvoum hendur reglu­lega
  • Virðum nálægð­ar­mörkin
  • Loftum reglu­lega út
  • Notum andlits­grímur þegar við á
  • Þrífum snertifleti reglu­lega

Leið­bein­ing­arnar í heild

Gleði­lega hátíð.