Hunda- og katta­eig­endur athugið!

Samkvæmt samþykkt um hunda- og katta­hald í Vopna­fjarð­ar­hreppi skulu hundar og kettir færðir til orma­hreins­unar ár hvert.

Hvar og hvenær?#hvar-og-hvenaer

Þriðju­daginn 16. apríl 2024 skulu hunda- og katta­eig­endur koma með dýr sín í áhaldahús/þjón­ustumið­stöð sveit­ar­fé­lagsins.

Mæta skal með ketti á milli kl. 10:00-11:00 og hunda á milli kl. 11:00-12:00.

Leyf­is­gjald verður innheimt með greiðslu­seðli, 13.950 kr. fyrir hunda og 8.406 kr. fyrir ketti. Innifalið í leyf­is­gjaldi er heil­brigð­is­skoðun dýra­læknis, orma­hreinsun og trygging, auk umsýslu­gjalds sveit­ar­fé­lagsins.

Vakin er athygli á því að vanræki eigendur dýra þessa skyldu sína er það brot á samþykktum um hunda- og katta­hald í Vopna­fjarð­ar­hreppi. Eigendum óskráðra dýra er bent á að skrá dýr sín strax og er það í boði hjá dýra­lækni sem verður á staðnum.