Heilsu­dagar Brims hf. og Vopna­fjarð­ar­hrepps 28.nóvember til 2. desember

Heilsu­dagar Brims hf. og Vopna­fjarð­ar­hrepps er samvinnu­verk­efni með það að leið­ar­ljósi að bjóða upp á fjöl­breytta dagskrá alla daga vikunnar sem tekur mið af þáttum eins og hreyf­ingu, mataræði og líkams­beit­ingu.

Við fáum til okkar úrval af góðu fólki með mikla þekk­ingu og eins reynum við að nýta þá miklu og góðu þekk­ingu sem einstak­lingar í samfé­laginu búa yfir.

Við vonum að sem flestir hafi gagn og gaman af þessari dagskrá.

Heilsu­efling snýst um að fólk sé raun­hæft í því sem það er að gera. Lítil skref í rétta átt er raunhæf leið í átt að mark­miði.

Stöndum vörð um eigið heil­brigði.

Brim hf. og Vopna­fjarð­ar­hreppur

Selárlaug#selarlaug

Frítt verður í Selár­laug alla vikuna 28. nóvember til 4. desember!

Opnun­ar­tími laug­ar­innar er:

Mánu­daga til föstu­daga á milli klukkan 14 og 19.

Laug­ar­daga og sunnu­daga á milli klukkan 12 og 16.

Íþróttahús Vopnafjarðar#ithrottahus-vopnafjardar

Íþróttahús Vopna­fjarðar býður upp á frían prufu­tíma í líkams­ræktina ásamt því að bjóða upp á frían prufu­tíma í sauna. Áríð­andi er að tímar í sauna séu bókaðir í síma 473 1492.

Opnun­ar­tími í líkams­rækina er :

Mánu­daga á milli klukkan 13:30 og 21:30

Þriðju­daga á milli klukkan 13:00 og 21:30

Miðviku­daga á milli klukkan 13:30 og 21:30

Fimmtu­daga á milli klukkan 13:30 og 21:30

Föstu­daga á milli klukkan 13:30 og 21:30

Laug­ar­daga á milli klukkan 10 og 14.

Mánudagur 28. nóvember#manudagur-28-november

Dagskrá:

 • Klukkan 9 til 10 – crossfit fyrir byrj­endur í 690 með Lindu Björk og Petru Sif. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Klukkan 10 til 11 – crossfit fyrir lengra komna í 690 með Lindu Björk og Petru Sif. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Indíana Rós, kynfræð­ingur, mætir í grunn­skólann með fræðslu fyrir nemendur í 5. til 10. bekk.
 • Klukkan 15 til 16 – kynning á crossfit fyrir börn í 8. til 10. bekk í 690 með Lindu Björk og Petru Sif. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Klukkan 16 – Indíana Rós, kynfræð­ingur, verður með erindi fyrir foreldra og aðstand­endur barna í sal Vopna­fjarð­ar­skóla í boði Foreldra­fé­lags Vopna­fjarð­ar­skóla.
 • Klukkan 17:45 – blakmót Brims fyrir 12 ára og eldri. Reynt að draga í lið eftir styrk­leika. Öll velkomin. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.

 

Þriðjudagur 29. nóvember#thridjudagur-29-november

Dagskrá:

 • Klukkan 10 – ganga upp Jennýj­ar­stíg undir leið­sögn Jennýjar ef veður leyfir. Mæting við áhalda­húsið.
 • Klukkan 10:15 – Pálmi Hafþór Ingólfsson mætir í hitting hjá 60+ í Mikla­garði. Pálmi er með reynslu frá Janus heilsu­efl­ingu og fer yfir ýmis­legt sem við kemur heil­brigði.
 • Full­trúar frá Rafí­þrótta­sam­bandi Íslands verða með erindi fyrir 5. til 10. bekk Vopna­fjarð­ar­skóla.
 • Leik­skólinn Brekkubær heim­sækir íþrótta­húsið.
 • Klukkan 14 til 15 – crossfit fyrir 8. til 10. bekk í 690 undir leið­sögn Lindu og Petru. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Klukkan 16 – full­trúar Rafí­þrótta­sam­bands Íslands verða með erindi fyrir foreldra og aðra áhuga­sama í sal Vopna­fjarð­ar­skóla.
 • Klukkan 17 til 18 – opinn tími í Zumba með Gulmiru í Mikla­garði
 • Klukkan 17:30 til 19 – opið hús í félags­mið­stöð­inni Drek­anum fyrir alla. Kjörið tæki­færi fyrir foreldra að kíkja á aðstöðuna og leika aðeins með börn­unum. Pool, spil, borð­tennis og fleira á staðnum.

 

Miðvikudagur 30. nóvember#midvikudagur-30-november

Dagskrá:

 • Klukkan 12 til 13 – Jóga með Gulmiru í Mikla­garði. Opinn tími fyrir alla. Skráning hjá Gulmiru í tölvu­pósti á gulmirak­ana­kova@gmail.com eða á face­book.
 • Klukkan 16:30 til 17:30 – opinn tími í crossfit í 690 með Lindu Björk og Petru Sif. Skráning hjá Lindu í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Klukkan 18 til 20 – opinn tími í badm­inton í íþrótta­húsi Vopna­fjarðar fyrir 16 ára og eldri.

Fimmtudagur 1. desember #fimmtudagur-1-desember

Dagskrá:

 • Klukkan 10:30 – eldri borg­arar bjóða áhuga­sömum í boccia í Mikla­garði.
 • Klukkan 12:30 til 13:30 – kynning á band­vefs­losun hjá Bjarney í 690. Lærðu aðferðir til að minnka stress og streitu ásamt því að losa um spennu, auka hreyfi- og stöðu­skyn, styrkja og líða vel í eigin líkama með band­vefs­losun. Skráning hjá Lindu Björk í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Þorgrímur Þráinsson rithöf­undur og þúsund­þjala­smiður í lífs­leikni heldur fyrir­lestra í leik- og grunn­skólum um lestur og lífið.
 • Klukkan 15 – Þorgrímur Þráinsson verður með fyrir­lestur í Mikla­garði – “Hvernig búum við til liðs­heild og liðs­anda?“
 • Klukkan 16:30 – ljósin verða tendruð á jólatré miðbæj­arins og á eftir verður aðventurölt um bæinn þar sem fyrir­tæki bjóða í heim­sókn.

 

Föstudagur 2. desember#fostudagur-2-desember

Dagskrá:

 • Klukkan 10 til 11 – kynning á band­vefs­losun hjá Bjarn­eyju í 690. Lærðu aðferðir til að minnka stress og streitu ásamt því að losa um spennu, auka hreyfi- og stöðu­skyn, styrkja og líða vel í eigin líkama með band­vefs­losun. Skráning hjá Lindu Björk í síma 892 2382 eða á messenger.
 • Klemenz Sæmundsson m.sci. í matvæla­fræði, næring­ar­fræð­ingur, íþrótta­kennari og þjálfari mætir í grunn­skólann og fer yfir heil­brigt mataræði og heil­brigðan lífs­stíl.
 • Klukkan 12:30 – Klemenz Sæmundsson heldur fyrir­lestur í Mikla­garði um heil­brigt mataræði, heil­brigðan lífs­stíl og líkams­beit­ingu við vinnu.
 • Klukkan 16 til 18 – kynning og kennsla á golfi í golf­hermi með Bald­vini Eyjólfs­syni í Mikla­garði.