Gefins bækur á bóka­safninu

Á Bóka­safni Vopna­fjarðar stendur nú yfir grisjun bóka en umtals­vert magn hefur safnast upp af tvítökum o.fl. í gegnum árin.

Fjöldi bóka er því gefins á bóka­safninu og er fólki velkomið að koma við, skoða og taka bækur með sér heim. Um er að ræða allskyns bækur; íslenskar og erlendar, gamlar og nýjar.

Mun þetta fyrir­komulag vera fyrir hendi næstu vikurnar en þær bækur sem ekki ganga út verða teknar til hliðar reglu­lega og komið í endur­vinnslu.

 

Þjónustutímar bókasafns#thjonustutimar-bokasafns

Opið allt árið
MánudagaLokað
Þriðjudaga — fimmtudaga14:00 — 17:00
Föstudaga14:00 — 16:00
Laugardaga — sunnudagaLokað
Sumar
1. júní — 7. ágúst
MánudagaLokað
Þriðjudaga — fimmtudaga14:00 — 17:00
Föstudaga14:00 — 16:00
Laugardaga — sunnudagaLokað