Fjöl­þjóðleg lista­hátíð barna

Í lok árs 2020 hlaut verk­efnið „Fjöl­þjóðleg lista­hátíð barna“ menn­ing­ar­styrk úr Uppbygg­ing­ar­sjóði Aust­ur­lands. Umsækj­andi um styrkinn var Vopna­fjarð­ar­hreppur og verk­efn­is­stjóri er Þórhildur Sigurð­ar­dóttir.

Um verkefnið#um-verkefnid

Markmið verk­efn­isins er meðal annars að kynna fjöl­breyti­leika menn­ingar mismun­andi þjóða, auka víðsýni og efla vináttu í samfé­laginu með áherslu á fjöl­breytt list­astarf barna.

Þema verk­efn­isins eru þjóð­fánar, vinátta og sköpun.

Í dag er vitað um 22 þjóð­ar­brot á Vopna­firði. Hluti verk­efn­isins er að fagna þjóð­há­tíð­ar­dögum allra þeirra þjóða með því að draga þjóð­fána þeirra að húni.

Hluti af þessu verk­efni er ”Fjöl­þjóðleg lista­hátíð barna” sem haldin verður í Mikla­garði laug­ar­daginn 25. sept­ember n.k.

Þar verður meðal annars á dagskránni:

  • bíó fyrir krakka
  • barna­horn
  • úrslit í teikn­i­sam­keppni
  • leikir

Allir velkomnir!