Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps samþykkt í sveit­ar­stjórn

Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árin 2024-2027 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu sveit­ar­stjórnar fimmtu­daginn 14.desember.

Líkt og undan­farin ár hefur rekstur sveit­ar­fé­lagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breyt­ingar á kjara­samn­ingum hafa á undan­förnum miss­erum hækkað launa­kostnað umtals­vert m.a. annars með stytt­ingu vinnu­vik­unnar.

Helstu niður­stöður fjár­hags­áætl­unar Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2024 í millj­ónum kr.:

Rekstr­arnið­ur­staða
Samstæða A hluta jákvæð um 23 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 135 m.kr.

Fjár­fest­ingar
Samstæða A hluta: 150 m.kr
Samstæða A og B hluta: 126 m.kr.

Afborg­anir lang­tíma­lána
Samstæða A hluta: 28,7 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 53,3 m.kr.

Í fjár­hags­áætlun 2023 eru áætl­aðar heild­ar­tekjur  1.562 m.kr.

Almennt hækka gjald­skrár í takti við verð­lags­breyt­ingar.

Fjár­fest­ingar ársins 2023 eru áætl­aðar 276 millj.kr.

Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps 2024-2027#fjarhagsaaetlun-vopnafjardarhrepps-2024-2027