Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2025 samþykkt í sveit­ar­stjórn

Fjár­hags­áætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árin 2025-2028 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu sveit­ar­stjórnar fimmtu­daginn 12. desember síðast­liðinn.

Líkt og undan­farin ár hefur rekstur sveit­ar­fé­lagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breyt­ingar á kjara­samn­ingum hafa á undan­förnum miss­erum hækkað launa­kostnað umtals­vert m.a. annars með stytt­ingu vinnu­vik­unnar.

Helstu niður­stöður fjár­hags­áætl­unar Vopna­fjarð­ar­hrepps fyrir árið 2025 í millj­ónum kr.:

Rekstr­arnið­ur­staða
Samstæða A hluta neikvæð um 9 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 95 m.kr.

Fjár­fest­ingar
Samstæða A hluta: 128 m.kr
Samstæða A og B hluta: 240 m.kr.

Afborg­anir lang­tíma­lána
Samstæða A hluta: 30 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 62 m.kr.

Í fjár­hags­áætlun 2025 eru áætl­aðar heild­ar­tekjur  1.513 m.kr.
Veltufé frá rekstri er áætlað 218 m.kr. Hand­bært fé í árslok 2025 er 57 m.kr.

Almennt hækka gjald­skrár í takti við verð­lags­breyt­ingar eða 3,5%.

Fjár­fest­ingar ársins 2025 eru áætl­aðar 240 millj.kr.