Fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árin 2025-2028 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu sveitarstjórnar fimmtudaginn 12. desember síðastliðinn.
Líkt og undanfarin ár hefur rekstur sveitarfélagsins verið rýndur vel og reynt að greina hvert hann stefnir og hvar hægt er að gera betur. Breytingar á kjarasamningum hafa á undanförnum misserum hækkað launakostnað umtalsvert m.a. annars með styttingu vinnuvikunnar.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2025 í milljónum kr.:
Rekstrarniðurstaða
Samstæða A hluta neikvæð um 9 m.kr
Samstæða A og B hluta jákvæð um 95 m.kr.
Fjárfestingar
Samstæða A hluta: 128 m.kr
Samstæða A og B hluta: 240 m.kr.
Afborganir langtímalána
Samstæða A hluta: 30 m.kr.
Samstæða A og B hluta: 62 m.kr.
Í fjárhagsáætlun 2025 eru áætlaðar heildartekjur 1.513 m.kr.
Veltufé frá rekstri er áætlað 218 m.kr. Handbært fé í árslok 2025 er 57 m.kr.
Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar eða 3,5%.
Fjárfestingar ársins 2025 eru áætlaðar 240 millj.kr.
Fjárhagsáætlun 2025 | pdf / 1 mb |