Eldri borg­arar á Vopna­firði sigur­veg­arar Lífs­hlaupsins 2024

Eldri borg­arar á Vopna­firði báru sigur úr bítum í Hreystihóp 67+ í Lífs­hlaupinu sem lauk þann 27. febrúar síðast­liðinn. 

Þetta er í fyrsta skipti sem eldri borg­arar taka þátt í Lífs­hlaupinu, en hreysti­hópur 67+ er nýr keppn­is­flokkur.

Lífs­hlaupið er heilsu- og hvatn­ing­ar­verk­efni Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands sem höfðar til allra aldurs­hópa. Verk­efnið er fyrir alla hópa þjóð­fé­lagsins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum til að stunda íþróttir og hreyf­ingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsu­bótar.

Svan­borg Víglunds­dóttir hlaut 3. sætið í einstak­lingskeppni fyrir flestar mínútur í hreyf­ingu.

Við óskum eldri borg­urum inni­lega til hamingju með árang­urinn!