Eldri borgarar á Vopnafirði báru sigur úr bítum í Hreystihóp 67+ í Lífshlaupinu sem lauk þann 27. febrúar síðastliðinn.
Þetta er í fyrsta skipti sem eldri borgarar taka þátt í Lífshlaupinu, en hreystihópur 67+ er nýr keppnisflokkur.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Verkefnið er fyrir alla hópa þjóðfélagsins, óháð aldri, búsetu, fjárhag eða öðrum þáttum til að stunda íþróttir og hreyfingu með einum eða öðrum hætti sér til heilsubótar.
Svanborg Víglundsdóttir hlaut 3. sætið í einstaklingskeppni fyrir flestar mínútur í hreyfingu.
Við óskum eldri borgurum innilega til hamingju með árangurinn!