DODICI- í skandi­nav­ískri First LEGO League keppni í Osló

DODICI-, nemendur í legovali í Vopna­fjarð­ar­skóla, urðu fyrir tveimur vikum First Lego League meist­arar Íslands annað árið í röð og unnu sér með því inn þátt­töku­rétt í Skandi­nav­ísku FLL úrslita­keppn­inni sem haldin var í Osló síðast­liðinn laug­ardag.

Þar voru krakk­arnir full­trúar Íslands og stóðu sig með mikilli prýði. Liðið kynnti nýsköp­un­ar­verk­efni sem fjallaði um orku­nýt­ingu í Vopna­fjarð­ar­skóla. Hópurinn útskýrði einnig hönnun og forritun vélmennis sem keppt var með á þrauta­borði í þremur lotum. Í vélmennakapp­leiknum komust krakk­arnir í 8 liða úrslit (af 49 liðum sem mætt voru til keppni þennan dag) sem er frábær árangur og jöfnuðu þar með besta árangur Íslands í keppni af þessu tagi.

Hópurinn saman­stendur af 7 nemendum úr 8. og 9. bekk Vopna­fjarð­ar­skóla og kennari hópsins er Sólrún Dögg Bald­urs­dóttir, en til aðstoðar fóru að auki tveir liðs­stjórar með í ferða­lagið.

Að baki liggur mikil vinna við undir­búning keppn­innar og skipulag ferða­lagsins þar sem aðeins 10 dagar voru til stefnu eftir sigurinn á Íslandi.

Þessi ferð hefði ekki getað orðið að veru­leika nema fyrir samstöðu allra þeirra sem að liðinu koma og stuðning styrktaraðila. DODICI- hópurinn er afar stoltur af árangr­inum og þakkar kærlega fyrir sig!