Haldið upp á dag leik­skólans

Í dag er dagur leik­skólans sem jafnan er haldinn hátíð­legur sjötta febrúar ár hvert.

Ástæða þess að sjötti febrúar er valinn er að á þeim degi árið 1950 stofnuðu frum­kvöðlar leik­skóla­kennara fyrstu samtök sín.
Dagur leik­skólans er samstarfs­verk­efni Félags leik­skóla­kennara, Félags stjórn­enda leik­skóla, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytis, Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga og Heim­ilis og skóla. Tilgang­urinn er að auka jákvæða umræðu um leik­skólann, vekja umræðu um hlut­verk leik­skóla og starf leik­skóla­kennara og kynna starf­semina út á við.

Einkunn­arorð dagsins hafa löngum verið: Við bjóðum góðan dag – alla daga!

Leik­skólar hafa á undan­förnum árum haldið upp á dag leik­skólans með marg­breyti­legum hætti.

Haldið var upp á daginn á leik­skól­anum okkar Brekkubæ með blöðru­balli og vöfflukaffi. Í tilefni dagsins var skrif­stofu Vopna­fjarð­ar­hrepps boðið í heim­sókn og afhent lista­verk sem börnin á leik­skól­anum höfðu búið til. 

Við þökkum fyrir fallegt lista­verk og óskum leik­skól­anum til hamingju með daginn!