Bóka­safns­dag­urinn 2021

Bóka­safns­dag­urinn 8. sept­ember 2021

Á morgun miðvikudag er bóka­safns­dag­urinn 2021 haldinn hátíð­legur á mörgum bóka­söfnum landsins. Markmið dagsins er m.a. að vekja athygli á mikil­vægi bóka­safna í samfé­laginu.

Bóka­safnið okkar hér á Vopna­firði er stað­sett í Vopna­fjarð­ar­skóla og nýtist bæði skól­anum og öðrum íbúum sveit­ar­fé­lagsins.

Safnið er öllum opið þriðju­daga, miðviku­daga og fimmtu­daga frá kl. 14 til 17 og föstu­daga frá kl. 14 til 16.

Skv. gjald­skrá ársins 2021 er árgjald safnsins 3.000 kr.

Lestur er bestur – fyrir jörðina!

Sjáumst á bóka­safninu 🙂

Til umhugsunar#til-umhugsunar

Hverju finnst þér að þeir, sem láta sig nátt­uruna og umhverfið skipta máli, ættu að bæta við á leslistann?

Í tilefni dagsins#i-tilefni-dagsins

Í tilefni dagsins verða engar sektir innheimtar og er því tilvalið að nota tæki­færið og skila því efni sem komið er fram yfir skiladag 😊