Áfanga­staða­áætlun Vopna­fjarðar

Nú stendur yfir vinna við áfanga­staða­áætlun fyrir Vopna­fjörð. Í tengslum við þá vinnu var haldinn stöðufundur með hagað­ilum á Vopna­firði 11. mars s.l. og var fund­urinn haldinn í Mikla­garði.

Fund­ar­stjóri var Inga Hlín Páls­dóttir, ráðgjafi hjá Aust­urbrú og fyrrum forstöðu­maður hjá Íslands­stofu. Á fund­inum var María Hjálm­ars­dóttir, verk­efna­stjóri hjá Aust­urbrú, með létta kynn­ingu á Áfanga­stað­áætlun Aust­ur­lands og í fram­haldinu fór hún yfir stöðuna á vinn­unni við Áfanga­staða­áætlun Vopna­fjarðar.

Mark­miðið var þó aðal­lega að fá umræður um hvað þarf að leggja áherslu á fyrir sumarið 2021 þegar kemur að móttöku ferða­manna. Unnið var í hópum og náðust góðar umræður um það sem vel hefur verið gert og hvað þarf að gera fyrir sumarið í sumar. Aust­urbrú tók saman niður­stöð­urnar og mun í samstarfi við Vopna­fjarð­ar­hrepp ákveða hvaða aðgerðir verður ráðist í.

Annar liður í vinnu áfanga­staða­áætl­unar er íbúa­könn­unin sem áður hefur verið auglýst. Könn­unin er enn í gangi og verður opin fram yfir páska. Við biðjum þá sem geta að svara þessari könnun en góð þátt­taka í henni mun reynast verk­efninu afar dýrmæt. Einnig þökkum við þeim sem þegar hafa svarað kærlega fyrir.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt vita meira um verk­efnið:
María Hjálm­ars­dóttir, maria@aust­urbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218
Kristjana Louise Frið­bjarn­ar­dóttir, kristjana@aust­urbru.is, sími: 470 3850 / 847 4482